Um okkur

 

Nýja vátryggingaþjónustan ehf. hóf starfsemi sína 13. janúar 1999 og er því ein af elstu vátryggingamiðlunum landsins.

Ómar Einarsson framkvæmdastjóri og löggiltur vátryggingamiðlari er stofnandi og eigandi miðlunarinnar en hann á að baki langan og farsælan starfsferil  á sviði vátrygginga eða allt frá árinu 1984.

Aðrir starfsmenn fyrirtækisins hafa einnig mikla þekkingu á lífeyris- og tryggingamálum og hafa sumir hverjir margra ára reynslu í faginu.

Nýja vátryggingaþjónustan er óháð vátryggingamiðlun og á ekki í eignatengslum við nein tryggingafélög, hvorki hérlendis né erlendis.

Markmið fyrirtækisins er fyrst og fremst að gæta hagsmuna viðskiptavina sinna, meta vátryggingaþarfir þeirra, veita ráðgjöf og leita hagkvæmra tilboða. Ef viðskiptavinur verður fyrir tjóni, gætum við einnig réttar hans gagnvart viðkomandi tryggingafélagi.

Með reglubundnu millibili setjum við okkur í samband við viðskiptavini okkar til að endurmeta vátryggingaþarfir með tilliti til breyttra aðstæðna þeirra eða breytinga á sjálfum vátryggingamarkaðnum.

Nýja vátryggingaþjónustan ehf. er með í gildi Starfsábyrgðartrygginu hjá Verði hf.


Nýja vátryggingaþjónustan ehf. er til húsa að Bíldshöfða 16 110 Reykjavík
Opnunartími 10-16
Sími : 581-1616
Fax : 568-9791
Tölvupóstur: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Nýja vátryggingaþjónustan ehf. ~ Bíldshöfða 16 ~ 110 Reykjavík ~ Sími : 581-1616 ~ Fax : 568-9791 ~ Netfang: nyva@nyva.is