Skaðatryggingar
Nýja vátryggingaþjónustan ehf.
Nýja vátryggingaþjónustan ehf. hóf samstarf við Íslandstryggingu hf. árið 2002 sem síðar sameinaðist Verði frá Akureyri og heitir nú Vörður h.f. og Vörður Líf. Félagið hefur náð góðri markaðshlutdeild og veitt öðrum félögum verðuga samkeppni.
Einstaklingar og fjölskyldur
Vörður býður uppá fjölbreyttar tryggingalausnir sem sniðnar eru að ólíkum þörfum einstaklinga og fjölskyldna. Má þar nefna lögboðnar tryggingar s.s. ábyrgðartryggingu ökutækja og brunatryggingu húseigna, auk allra hefðbundinna trygginga sem telja má nauðsynlegar s.s. heimilistrygginga, húseigendatrygginga o.fl. Einnig býður Vörður Líf uppá tryggingar sem tengdar eru heilsu fólks en þær eru gefa einstaklingum tækifæri til að tryggja afkomu sína og fjölskyldunnar komi til slysa, veikinda eða fráfalls
Grunnur
Grunnur er afsláttarkerfi fyrir einstaklinga og fjölskyldur. Með því að sameina tryggingarnar í grunni er viðskiptavinum sem vátryggja hjá Verði veitt betri alhliða kjör á tryggingum.
Til að komast í Grunn
Viðskiptavinir þurfa að vera með lögboðna ökutækjatryggingu, fjölskyldutryggingu og þriðju trygginguna s.s. kaskótryggingu eða brunatryggingu fasteignar.
Fyrirtæki
Það er öllum fyrirtækjum mikilvægt að tryggja rekstur sinn og fjárhagslegt öryggi. Skyndilegt og óvænt tjón getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir afkomu og rekstur fyrirtækisins séu nægjanlegar tryggingar ekki fyrir hendi. Vörður býður upp á allar hefðbundnar tryggingar sem nauðsynlegar eru fyrir atvinnurekstur.
Helstur tryggingar fyrirtækja eru: Ábyrgðartrygging atvinnurekstrar, Launþegatrygging, Lausafjártrygging, Rekstrarstöðvunartrygging, Sjúkra-
og slysatrygging