Hvers vegna?
Neytendavænn kostur
- Nýja vátryggingaþjónustan ehf. er löggilt vátryggingamiðlun með starfsleyfi frá Viðskiptaráðuneytinu síðan 13. janúar 1999.
- Miðlunin er óháð tryggingafélögum og á ekki í eignatengslum við nein tryggingafélög, hvorki hérlendis né erlendis.
- Starfsfólk fyrirtækisins býr yfir sérþekkingu sem gerir því kleift að leggja hlutlaust mat á þá kosti sem í boði eru á tryggingamarkaðnum.
- Miðlunin leitast við að finna hagstæð iðgjöld fyrir viðskiptavini sína miðað við tryggingaþörf hverju sinni.
- Ráðgjöf okkar er fagleg, persónuleg og einstaklingsmiðuð og kemur í veg fyrir að viðskiptavinur sé of- eða vantryggður.
- Við aðstoðum viðskiptavini okkar við að leita réttar síns gagnvart tryggingafélagi sínu, komi til tjóns.
- Starfsemin er lögvernduð og er undir eftirliti fjármálaeftirlits sbr. lög um miðlun vátrygginga nr. 32/2005.
- Skv. Áðurnefndum lögum er til staðar gild starfsábyrgðartrygging, sem verndar vátryggingartakann gegn tjóni sem rekja má til gáleysis vátryggingamiðlarans.
Ekki er óalgengt að eftirfarandi spurningar vefjist fyrir hinum almenna tryggingartaka.
Þá getur verið nauðsynlegt að fá faglega ráðgjöf.
- Hver er munurinn á sjúkdóma- og sjúkratryggingum ?
- Nær sjúkdómatryggingin yfir alla sjúkdóma ?
- Nær sjúkratryggingin yfir alla sjúkdóma?
- Eru dánarbætur v/slysa það sama og líftrygging ?
- Hvernig virkar lausafjártrygging ?
- Hvað er launþegatrygging ?
- Ef hús er brunatryggt er þá innbúið tryggt ?
- Hver eru skilyrði fyrir greiðsluskyldu tryggingafélags ef um innbrot er að ræða ?
- Er skemmd á útidyrahurð bætt með innbústryggingu ef brotist er inn ?
- Hvernig virkar húseigandatrygging eða fasteignatrygging ?
- Hvað er kaskótrygging á innbúi ?
- Hvað er ábyrgðartrygging ?
Vertu velkominn að hafa samband við okkur til að finna hagstæðustu og bestu tryggingaverndina fyrir þig eða fjölskyldu þína. Það getur borgað sig.