Viðbótarlífeyrissparnaður
Nýja vátryggingaþjónustan ehf hefur undanförnum árum miðlað viðbótarlífeyrissparnaði Allianz.
Allianz er eitt af stærstu fyrirtækjum heims á sínu sviði.
http://allianz.is/lifeyristryggingar
Viðbótarlífeyristrygging sem í daglegu tali er oft nefnt viðbótarsparnaður eða séreignarsparnaður er sparnaður með mótframlagi frá launagreiðanda.
Viltu geta gengið að sparnaðinum þínum við 60 ára aldur án þess að þurfa hafa áhyggjur af því hvort búið sé að tapa honum á áhættusömum fjárfestingum? Ef svo er þá ertu sammála milljónum viðskiptavina Allianz um allan heim sem leggja meiri áherslu á öryggi til lengri tíma heldur en ávöxtun til skamms tíma. Allianz hefur náð um 7% meðalávöxtun (nafnávöxtun í evrum) undanfarin 30 ár.
Ævilífeyrir Allianz starfar í samræmi við íslensk lög, iðgjöld eru ekki skattlögð og sparnaður er ekki aðfararhæfur. Það þýðir að ekki er hægt að ganga að honum vegna fjárhagslega skuldbindinga, líkt og gildir um flestar aðrar eignir.
Viðskiptavinir þurfa ekki að hætta með Ævilífeyrir Allianz fari þeir í nám, missi atvinnu eða taki tímabundið hlé.
Skattafrestun er á öllum greiddum iðgjöldum en tekjuskattur er greiddur við útgreiðslu lífeyris.
Atvinnurekandi greiðir mótframlag við sparnaðinn samkvæmt gildandi kjarasamningi hvers og eins. Algengasta mótframlag atvinnurekenda er 2% en er þó hærra samkvæmt sumum kjarasamningum.
Við lok samnings geta viðskiptavinir valið milli þess að fá eingreiðslu við 60 ára aldur eða lífeyri í hverjum mánuði ævina á enda, eða tekið hluta sem eingreiðslu og afgang sem ævilangan lífeyri. Viðskiptavinur fær sent bréf áður en lífeyristaka hefst, þar sem valmöguleikar við útgreiðslu eru kynntir.
Við andlát greiðir Allianz út öll greidd iðgjöld auk ávöxtunar ef samningur var virkur. Ef rétthafi fellur frá eftir að mánaðarlegar lífeyrisgreiðslur eru hafnar, er greitt út til lögerfingja, sem nemur 10 ára lífeyri (120 mánaðargreiðslur), að frádregnum þeim lífeyri sem þegar hefur verið greiddur út.